

Fyrirtækjaráðgjöf
Lögráð veitir fyrirtækjum ráðgjöf á öllum sviðum lögfræðinnar. Lagt er uppúr ábyrgri, faglegri og hagfelldri úrlausn mála fyrir umbjóðendur stofunnar.
Kaup og sala fasteigna
Fasteignakaup og fjármögnun
Kaup og sala fyrirtækja
Lögráð hefur mikla reynslu af fasteigna- og skipulagsmálum og annast gallamál, úrlausn ágreinings og samskipti við opinbera aðila. Stofan annast alla þætti sem tengjast kaupum og sölu fasteigna, jarða og lóða. Viðskiptavinir stofunnar geta treyst á vandaða skjalagerð og árangursríka ráðgjöf.
Málflutningur
Lögráð tekur að sér málflutning og rekstur mála fyrir dómtólum, úrskurðarnefndum, gerðardómum og stjórnvöldum. Lögráð hafa komið að rekstri fjölmargra mála með árangursríkum hætti fyrir viðskiptavini stofunnar.
Lögráð býr yfir áratuga reynslu af kaupum og sölu fasteigna og fjármögnun þeirra. Lögráð hefur komið að stórum sem smáum fjármögnunarverkefnum með árangursríkum hætti. Lögráð veitir ráðgjöf um fjármögnun atvinnu- og íbúðareigna, sem og fasteigna í hótel og veitingarekstri.
Lögráð hefur komið að kaupum og sölu eignarhluta á stórum sem smáum fyrirtækjum. Lögráð sinna ráðgjöf um fjármögnunarkosti og sinna samninga- og skjalagerð vegna viðskiptanna.
Gjaldþrota- og skiptamál
Mikil og heildstæð reynsla á sviði gjaldþrota- og skiptaréttar. Stofan hefur komið að skiptum fjölda þrota- og dánarbúa. Lögráð veitir ráðgjöf um mál er snúa að gjaldþrotaskiptum og skiptum á dánarbúum, aðstoðar við að lýsa kröfum og sinnir hagsmunagæslu því tengdu.
Verktakaréttur
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir samningsskyldum og réttindum samningsaðila í upphafi verkefna svo komið sé í veg fyrir ágreining á síðari stigum. Lögráð leggur ávallt til að aðilar leiti sér lögfræði-aðstoðar áður en farið er af stað. Lögráð veitir ráðgjöf til verkkaupa og verktaka um gerð verksamninga, framkvæmd þeirra og túlkun.